Indland hefur gert flugskeytaárás á níu staði í Pakistan og í hluta Kashmir-héraðs þar sem Pakistanar fara með yfirráð. Þrír eru látnir.
Í yfirlýsingu frá indverskum yfirvöldum segir að ríkisstjórnin hafi sett af stað verkefnið „Operation Sindoor“ og skotið niður innviði hryðjuverkamanna í Pakistan og í Kashmír héraði. Engar herstöðvar í Pakistan voru skotmark árásanna.
Talsmaður pakistanska hersins segir að Islamabad muni svara árásinni. „Allar orrustuþotur flughers okkar eru á lofti. Þetta var svívirðileg og aumingjaleg árás, sem var beint gegn saklausum borgurum í skjóli nætur.“
Talsmaður pakistanska hersins sagði í yfirlýsingu að indversk flugskeyti hefðu hæft þrjú skotmörk í Pakistan. Hann sagði að árásin væri heigulsháttur og að Pakistanar myndu svara fyrir sig.
BBC greinir frá og segir Donald Trump Bandaríkjaforseti að hann vonist til að árásinni linni sem fyrst.