fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Eyjan

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu

Eyjan
Sunnudaginn 4. maí 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjamenn munu finna afleiðingar tollastefnu Trumps á eigin skinni en hann hefur safnað um sig sértrúarsöfnuði sem virðist hafa aðrar skoðanir en allir aðrir um það hvernig heimsviðskipti eiga sér stað. Trump virðist hins vegar hafa skilning á sérstöðu íslands og á fyrra kjörtímabili hans var samband Íslands og Bandaríkjanna nánara en hafði verið um langt skeið. Diljá Mist Einarsdóttir er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Dilja Mist - 3
play-sharp-fill

Eyjan - Dilja Mist - 3

„Hann kemur náttúrlega miklu betur undirbúinn til leiks núna heldur en síðast. Nú þekkir hann kerfið og hann er búinn að raða í kringum sig hópi fólks. Hann hefur agendu, miklu skýrari agendu …“

Og hann stjórnar með tilskipunum, mikið til.

„Já, hann er bara búinn að átta sig á því hvernig kerfið virkar, miklu betur.“

En það er óvíst að þetta haldi, dómstólar eru farnir að höggva í þetta.

„Já, svo á þetta eftir að fara í gegnum bandaríska dómstóla.“

Já, því þingið virðist ekki hafa bein í nefinu til þess að standa gegn þessu.

„Nei, svo er það líka bara skiptingin í þinginu, það er þannig. Það er margt sem spilar með og margt sem spilar á móti en við höfum ágætis reynslu af því á Íslandi, af síðustu stjórn, það verður að segjast eins og er. Við getum ekkert horft fram hjá því að þegar Trump tók við síðast þá gekk hér í garð rosalega náið samstarf milli Íslands og Bandaríkjanna, miklu nánara en það hafði verið í mjög langan tíma á undan.“

Já, það fór í gang mikil uppbygging á Keflavíkurflugvelli …

„Mikil uppbygging í öryggis- og varnarmálum. Hingað komu mjög miklir mektarmenn úr bandaríska stjórnkerfinu, varaforsetinn, utanríkisráðherrann. Við settum af stað sérstakt efnahagssamráð við Bandaríkin sem var lengið búið að reyna að formgera og svona mætti lengi telja,“ segir Diljá Mist.

Diljá Mist segir okkur Íslendinga verða að horfa til þess hverjir okkar hagsmunir eru. „Hvernig við getum spilað best úr okkar spilum og við sjáum það strax þegar lagðir eru á þessir tollar að við skerum okkur þar úr frá nágrönnum okkar í Evrópu t.d. þannig að við höfum einhverja sérstöðu og við megum ekki vanmeta hana.“

Sem hagfræðimenntuðum manni finnst mér með hreinum ólíkindum að forseti Bandaríkjanna sé í þeirri vegferð sem hann er búinn að vera, þessari tollavegferð, af því að ég sé ekki neina niðurstöðu út úr þessu, aðra en þá að þetta dregur úr vexti og jafnvel kemur á samdrætti í heiminum.

„Þegar hann byrjaði, bæði með þetta tal og síðan að dúndra þessu út, þá hugsaði maður kannski með sér: Hann er að reyna að ná einhverju öðru fram, eins og gagnvart Mexíkó, gagnvart Kanada. Hann er bara í pólitík, í samningaviðræðum eins og hann kann best. Svo virðist hann hafa gengið enn lengra, hann bara gekk enn lengra, og þó að hann hafi svo frestað þessu, til að koma í veg fyrir eitthvert allsherjarhrun …“

Já það stefndi í hrun. Þetta minnti mann á þegar Liz Truss var forsætisráðherra Bretlands og setti breska ríkissjóðinn næstum því á hliðina á nokkrum dögum.

„Já, og þurfa síðan að bakka með það, það er auðvitað mjög bagalegt, en svo les maður frásagnir og hlustar á umfjöllun um hvað er eð gerast í Hvíta húsinu og þar hleypur fram og til baka fólk sem er jafnvel að fela sig á milli herbergja og gera atlögu að honum, sem hefur einmitt þessa þekkingu sem þarf til að taka þessar ákvarðanir vegna þess að hann er með einhvern sértrúarsöfnuð í kringum sig sem virðist hafa aðra skoðun á því hvernig heimsviðskiptin virka, hvernig er hægt að snúa þessu við og gjörbreyta alþjóðakerfinu þegar kemur að viðskiptum.

Þetta er auðvitað orðið þannig að maður vaknar upp og – ég var nú að líkja þessu við íslensku ríkisstjórnina – en þetta hefur kannski verið aðeins meiri rússíbani því maður vaknar upp og maður er alltaf að leita eftir nýjum fréttum, og áður en maður fer að sofa. Tíminn mun auðvitað leiða í ljós hverju hann er að reyna að ná fram og hvort honum verður stætt á því. hann er upptekinn af skoðanakönnunum, hann er upptekinn af almenningsálitinu …“

Já, hann er óvinsælasti forseti sögunnar á þessum tímapunkti á kjörtímabilinu.

„Bandaríkjamenn munu auðvitað finna mjög fyrir þessu á eigin skinni.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump
Hide picture