fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð

Pressan
Miðvikudaginn 30. apríl 2025 09:47

Lögreglan á vettvangi í gær. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Uppsölum í Svíþjóð hefur handtekið sextán ára pilt sem grunaður er um að hafa skotið þrjá til bana á hárgreiðslustofu í borginni. Byssumaðurinn flúði vettvang á rafskútu.

Í fréttum sænskra fjölmiðla kemur fram að lögregla skoði hvort morðin tengist gengjum í borginni.

Fórnarlömbin voru á aldrinum 15 til 20 ára og voru tveir þeirra viðskiptavinir hárgreiðslustofunnar. Ekki liggur fyrir hvort allir hafi verið skotmark byssumannsins unga en að sögn lögreglunnar var einn hinna myrtu „þekktur“ hjá lögreglu.

Sá tengdist rannsókn lögreglu á árás sem átti að gera á skyldmenni gengjaforingjans Ismail Abdo sem sagður er hafa verið miðpunkturinn í blóðugum átökum sænskra glæpagengja á síðustu árum. Maðurinn var þó aldrei ákærður vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið