fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Trump hrósar Pútín: Auðveldari viðureignar en Zelensky

Pressan
Miðvikudaginn 30. apríl 2025 10:30

Pútín og Trump á göngu fyrir nokkrum árum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að það hafi verið auðveldara fyrir hann að eiga við Vladimír Pútín Rússlandsforseta en Voldomyr Zelensky Úkraínuforseta í þeim viðræðum sem hafa átt sér stað um frið milli ríkjanna tveggja.

Trump var í viðtali við bandaríska fjölmiðlamanninn Glenn Beck á sjónvarpsstöð hans, Blaze TV, þar sem þetta kom fram.

Þá segir Bandaríkjaforseti að hann sé eina ástæða þess að viðræður hafi yfir höfuð farið fram á milli Rússlands og Úkraínu.

Í viðtalinu vísaði Trump meðal annars í eftirminnilegan fund milli hans og Zelensky í Hvíta húsinu í lok febrúarmánaðar þar sem upp úr sauð. Sagði hann að Úkraínuforseti hefði „öskrað“ á hann.

„Hann vill alltaf meira, meira og meira en er ekki með réttu spilin á hendi,“ sagði Trump við Beck. „Ég held að Pútín myndi ekki standa í þessu fyrir neinn annan en mig, það hafa líka margir haft orð á því,“ sagði Trump og bætti við: „Ég myndi segja að hingað til hefur verið auðveldara að eiga við hann en Zelensky.“

Í kjölfar viðtalsins hafa friðarviðræður aftur siglt í strand þar sem rússnesk yfirvöld höfnuðu áætlun Bandaríkjanna um að binda enda á stríðið, en hún fól meðal annars í sér að viðurkenna yfirráð Moskvu yfir Krímskaga og í raun frysta víglínuna í þeirri stöðu sem hún er núna.

Pútín myndi því halda því landsvæði sem hersveitir hans hafa hertekið gegn því að tryggt yrði að Úkraína gangi ekki í NATO. Rússar vilja hins vegar að Zelensky láti af embætti sem forseti og yfirráð þeirra yfir þeim fjórum héruðum sem þeir hafa innlimað – Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizhzhia – verði viðurkennd á alþjóðlegum vettvangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið