Nýlega skýrðu fjölmiðlar frá deilum þeirra og Axios bætti um betur og kom með nýjar fréttir um deilur þeirra á skrifstofu Trump í Hvíta húsinu.
„Þetta voru tveir hvítir, miðaldra milljarðamæringar, sem héldu að þetta væri glímukeppni í Vesturálmunni,“ sagði heimildarmaður Axios.
Rifrildið snerist að sögn um hver eigi að stýra bandaríska skattinum, IRS. Þegar rifrildi Musk og Bennet hófst hafði Trump tilnefnt Gary Shapley, sem Musk vildi í embættið. Bandarískir fjölmiðlar segja að Trump hafi síðan bakkað með þetta og reiknað sé með að Michael Faulkender, sem Bessent vill í embættið, fái það.
Axios segir að það hafi verið Bennet sem hóf rifrildið. Hann hafi sagt við Musk að hann hafi farið á bak við hann. „F-sprengjurnar byrjuðu að fljúga um loftið,“ sagði heimildarmaður og á þar auðvitað við orðið „fuck“.
Trump var viðstaddur þegar þessi orðaskipti áttu sér stað og Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, var í heimsókn í Hvíta húsinu þennan dag og er sögð hafa heyrt orðaskiptin.
Sjónarvottur sagði að Bessent hafi öskrað „fuck you“ að Musk sem hafi þá beðið hann um að segja þetta hærra.