Drykkurinn sem um ræðir er drykkur sem við Íslendingar erum svo heppnir að eiga í miklu magni – vatn.
Vatn er sá drykkur sem er bestur fyrir mannslíkamann. Þetta var nýlega rætt í myndbandi á YouTuberásinni AsapScience.
Þar voru hinir ýmsu drykkir prófaðir og þátttakendur skýrðu frá viðbrögðum sínum við hverjum drykk, bæði varðandi bragð og tilfinninguna sem fylgdi því að drekka þá.
Vatn er auðvitað lykillinn að lífinu hér á jörðinni og mannslíkaminn getur ekki lifað lengi án vatns. Það er nauðsynlegt til að viðhalda vökvajafnvægi líkamans og hafa stjórn á líkamshitanum. Það er einnig gríðarlega mikilvægt fyrir heilbrigði hjartans.
Það hjálpar einnig meltingunni og heldur húðinni heilbrigðri.