fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Hörð átök Kaliforníu og Trump – Mikilvægir hlutir gerast baksviðs

Eyjan
Föstudaginn 25. apríl 2025 08:00

Gavin Newsom. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stóru bandarísku tæknifyrirtækin eru með höfuðstöðvar sínar í Kaliforníu og það þýðir auðvitað miklar tekjur fyrir ríkið. En tollastríð Trump við umheiminn getur haft miklar og alvarlegar efnahagslegar afleiðingar fyrir ríkið og því hefur það höfðað mál á hendur stjórn Trump.

Kalifornía hefur afgerandi efnahagslega þýðingu fyrir Bandaríkin því hagkerfi ríkisins er svo stórt að ef það myndi segja skilið við Bandaríkin væri hagkerfi þess það fimmta stærsta í heiminum.

Kalifornía er stórútflytjandi á vörum og þjónustu, til dæmis Apple og Facebook og því hefur tollastríðið mjög alvarleg áhrif á tekjur ríkisins.

Gavin Newsom, Demókrati og ríkisstjóri, hafði áður sagt að ríkið myndi höfða mál á hendur stjórn Trump og því kemur málshöfðunin ekki á óvart.

En það eru ekki bara tollamálin sem liggja að baki málshöfðuninni, annar leikur er í gangi baksviðs. Newson hefur í hyggju að sækjast eftir að verða næsti forsetaframbjóðandi Demókrata og málshöfðunin er gott tækifæri til að komast í kastljós fjölmiðla.

En auðvitað telur Kalifornía mögulegt að málshöfðunin muni skila einhverju en hverju, það er erfitt að segja til um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Örvænting grípur um sig meðal uppgjafaráðherra

Orðið á götunni: Örvænting grípur um sig meðal uppgjafaráðherra
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sendu nú vælubíl að sækja mig!

Svarthöfði skrifar: Sendu nú vælubíl að sækja mig!
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Lélegir innviðir Þrándur í Götu ferðaþjónustunnar

Hanna Katrín: Lélegir innviðir Þrándur í Götu ferðaþjónustunnar