fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Eyjan

Hanna Katrín Friðriksson: Leiðrétting veiðigjalda festir í sessi fyrirsjáanleika í sjávarútvegi

Eyjan
Þriðjudaginn 22. apríl 2025 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Segja má að sú leiðrétting sem ríkisstjórnin hyggst gera á veiðigjöldum sé að festa í sessi það fyrirkomulag sem löggjafinn ætlaði að hafa á gjaldtöku fyrir veiðileyfi. Síðasta ríkisstjórn ætlaði að sækja fimm milljarða í viðbót til sjávarútvegsins með því að hækka prósentuna fyrir uppsjávartegundir úr 33% upp í 45 prósent. Þetta hefði grafið undan fyrirsjáanleika og virkni kerfisins. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Hanna Katrín Friðriksson - 6
play-sharp-fill

Eyjan - Hanna Katrín Friðriksson - 6

„Þetta er nefnilega svolítið áhugavert að vera allt í einu orðinn krossfastur í því hvort veiðigjöld eru skattur eða ekki. Það er samkvæmt einhverjum úrskurði, af því að þetta er almennt eða veltutengt og á ekki að fara í eitthvað sérstakt, þá er það rökstutt að það sé í eðli sínu einhvers konar skattheimta. En á móti kemur að veiðileyfin eru uppbyggð þannig að þau eru frádráttarbær frá tekjuskatti,“ segir Hanna Katrín.

Hún segist ekki enn hafa séð slíkan skatt, sem hægt sé að draga frá tekjuskatti. „En það er kannski ástæða til að halda því til haga hér því að það hefur náttúrlega staðið styr um nákvæmlega hvernig á að reikna veiðigjöld og þessa formúlu, 1/3 af auðlindarentunni til þjóðarinnar og 2/3 til útgerðarinnar.

Síðasta ríkisstjórn var með það í fjármálaáætlun vilja til að hækka veiðigjöldin um fimm milljarða og það átti að gera með því að breyta prósentunni í uppsjávartegundunum í 45 prósent og gott ef ekki líka að endurskoða það að þetta væri frádráttarbært frá tekjuskatti. Þetta er aðferð sem mér hugnast ekki sérlega vel vegna þess að þetta grefur undan öllum fyrirsjáanleika og því að kerfið sé að virka, að stjórnmálamenn séu að pota í þetta endalaust.“

Hanna Katrín segist frekar vilja sjá að stjórnmálamenn tryggi að kerfið sé eins og því var ætlað að gera. „Þær tekjur sem liggja til grundvallar, þær taki mið af raunverulegu verði sem fæst fyrir fiskinn og svo látum við þetta bara liggja svona eins og hægt er. Að einhverju leyti má segja að þessi leiðrétting sé að festa í sessi þessa formúlu sem hefur verið við lýði undanfarið.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Hálf öld frá stofnun Dagblaðsins

Björn Jón skrifar: Hálf öld frá stofnun Dagblaðsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Þetta eru veiðigjöld bankakerfisins“

„Þetta eru veiðigjöld bankakerfisins“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Vilja gera Lilju að formanni – Þórólfur plottar með Sjöllum og Miðflokki

Orðið á götunni: Vilja gera Lilju að formanni – Þórólfur plottar með Sjöllum og Miðflokki
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari ráðinn markaðsstjóri Emmessís

Ari ráðinn markaðsstjóri Emmessís
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur slær á létta strengi eftir atvik í gær – „Ef ég var einhvern tímann að íhuga að kippa lýðveldinu úr sambandi“

Hildur slær á létta strengi eftir atvik í gær – „Ef ég var einhvern tímann að íhuga að kippa lýðveldinu úr sambandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri N1: Skortur innviða flöskuháls fyrir rafvæðingu bílaflotans

Framkvæmdastjóri N1: Skortur innviða flöskuháls fyrir rafvæðingu bílaflotans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þórdís Lóa ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum

Þórdís Lóa ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum
Hide picture