fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Hanna Katrín: Ófyrirleitni útgerðarinnar að kalla leiðréttingu veiðigjalda landsbyggðarskatt

Eyjan
Mánudaginn 21. apríl 2025 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn raunverulegi landsbyggðarskattur er niðurbrot alls konar þjónustu og innviða sem átt hefur sér stað síðustu ár. Leiðréttingin á veiðigjöldunum mun skila sér í umfangsmikla uppbyggingu á samgöngum. Það jaðrar við ófyrirleitni af hálfu útgerðarinnar kalla leiðréttinguna landsbyggðarskatt þegar það var uppkaup á kvóta og lokun fiskvinnsla sem mest hefur veikt dreifðari byggðir. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Hanna Katrín Friðriksson - 5
play-sharp-fill

Eyjan - Hanna Katrín Friðriksson - 5

„Ég ætla bara að reyna að segja að það jaðrar við að vera ófyrirleitið af útgerðinni að ásaka stjórnvöld, ríkisstjórnina, mig, um að vera að setja einhvern landsbyggðarskatt á smærri staði úti á landi þegar staðreyndin er sú að það er hagræðing, sem þessi sömu fyrirtæki hafa staðið fyrir með því að kaupa upp kvóta, flytja starfsemi og loka vinnslum, sem mætti færa rök fyrir að hafi verið stærsti áhrifavaldurinn í því hversu viðkvæm staðan er víða í hinum dreifðu byggðum,“ segir Hanna Katrín.

„Þetta hefur hins vegar verið gert í samræmi við lög, eins og ég er að lýsa – það er verðmætasköpun – en þetta hefur gengið býsna langt. Ég myndi síðan segja kannski að hinn raunverulegi landsbyggðaskattur sem fólk býr við núna er þetta niðurbrot á alls konar þjónustu og innviðum sem hefur átt sér stað síðustu ár. Vegasamgöngur ekki síst vegna þess að það er tómt mál að tala um einhverja atvinnuuppbyggingu ef samgöngur eru ekki í lagi.

Við þekkjum þetta bara öll. Hvorki fólk né fyrirtæki koma sér fyrir á stöðum sem ekki er hægt að ferðast til og frá sæmilega örugg. Þessi leiðrétting á veiðigjöldunum mun skila sér ekki síst í umfangsmikla uppbyggingu á samgöngum, það er svo einfalt.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Hide picture