fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Kona föst inni á salerni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 17. apríl 2025 09:00

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona festist inni á salerni skemmtistaðar í miðborg Reykjavíkur í nótt. Reyndist illmögulegt að opna dyrnar að salerninu þar sem hurðin var mjög þung. „Lögregla rauf hurðina með samþykki eiganda staðarins og var konan frelsinu fegin,“ segir í dagbók lögreglu þar sem greint er frá málinu.

Greint er frá 20 manna hópi ungmenna sem voru með ólæti í anddyri Laugardalslaugar. Hópurinn var ekki á leiðinni í sund heldur inni að „veipa“ og með almenn leiðindi við starfsfólk. Starfsmaður laugarinnar gerði ítrekaðar tilraunir til að vísa hópnum út en í síðustu tilraun sló ein stúlkan í hópnum starfsmanninn einu sinni í bringuna. Þegar lögregla koma á vettvang voru ungmennin farin. Að sögn starfsmanns var þetta þekktur krakkahópur sem hefur vanið komur sínar við helstu verslunarkjarna borgarinnar.

Maður tilkynnti að nágranni hefði stolið kettinum hans. Á vettvangi kom í ljós að maðurinn var ekki búinn að prófa að banka upp á hjá nágranna hans sem reyndist síðan ekki vera heima. Engar frekari aðgerðir lögreglu voru viðhafðar á vettvangi.

Bíll fór út af veginum í Heiðmörk. Ökumaður reyndist ölvaður og undir áhrifum fíkniefna. Var hann handtekinn og vistaður í fangaklefa.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig
Fréttir
Í gær

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik
Fréttir
Í gær

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning
Fréttir
Í gær

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Í gær

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“