
Fimm leikir fóru fram í 16-liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld og bar hæst að Liverpool steinlá fyrir Crystal Palace á heimavelli.
Liverpool stillti upp mikið breyttu liði og leiddu gestirnir frá London 0-2 í hálfleik með mörkum frá Ismaila Sarr. Þegar um tíu mínútur lifðu leiks fékk Amara Nallo, ungur leikmaður Liverpool, rautt spjald og nýtti Palace liðsmuninn með því að gera þriðja markið. Þar var að verki Yeremi Pino. Lokatölur 0-3.
Arsenal gerði sömuleiðis mikið af breytingum liðið vann Brighton 2-0 á heimavelli. Ethan Nwaneri kom þeim yfir eftir tæpan klukkutíma leik, áður en Bukayo Saka innsiglaði sigurinn þegar stundarfjórðungur var eftir.
Manchester City vann þá Swansea á útivelli og Chelsea hafði betur gegn Wolves. Newcastle vann loks 2-0 sigur á Tottenham.
Úrslit kvöldsins
Liverpool 0-3 Crystal Palace
Arsenal 2-0 Brighton
Swansea 1-3 Manchester City
Wolves 3-4 Chelsea
Newcastle 2-0 Tottenham