Adam Wharton, miðjumaður Crystal Palace, hefur opinberað hvað landsliðsþjálfarinn Thomas Tuchel sagði honum í skilaboðum eftir að hann var aftur ekki valinn í enska landsliðið.
Wharton, 21 árs, á aðeins einn landsleik að baki hann kom inn á í 3-0 sigri á Bosníu og Hersegóvínu í júní 2024 en frammistaða hans á tímabilinu hefur vakið mikla athygli og margir bjuggust við að hann yrði valinn að þessu sinni.
Tuchel ákvað þó að halda sig við sama hópinn og skilja Wharton eftir líkt og Jack Grealish, sem sagði eftir helgina að hann hefði viljað gefa maður leiksins verðlaunin sín til Wharton.
„Hann sendi mér skilaboð og sagði að ég væri að spila vel, væri nálægt og ætti skilið að vera þarna en hann myndi halda sig við sama hópinn,“ sagði Wharton.
„Þetta er bara fótbolti. Ég tek þessu rólega. Nú get ég notað tímann til að heimsækja ömmu og afa. Þetta er ekki heimsendir það er annað landsliðsverkefni í næsta mánuði.“
„Ég einblíni bara á Crystal Palace og að spila vel. Ef ég held því áfram, kemur kallið vonandi síðar.“