Bournemouth er fyrsta liðið til að tryggja sig í 16-liða úrslit enska bikarsins eftir stórsigur á Swansea í kvöld.
Úrvalsdeildarliðið afgreiddi leikinn í fyrri hálfleik með fimm mörkum og lét þar við sitja.
Þeir Lloyd Kelly, Alex Scott, Luis Sinisterra, David Brooks og Dominic Solanke gerðu mörkin.