fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Vissi alltaf að Tottenham myndi gera betur en Arsenal

Victor Pálsson
Mánudaginn 8. ágúst 2022 18:22

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ivan Perisic, leikmaður Tottenham, segir að það hafi verið augljóst að Tottenham myndi ná Meistaradeildarsæti á síðustu leiktíð frekar en Arsenal.

Perisic skrifaði undir hjá Tottenham í sumar en liðið hafnaði í fjórða sætinu á síðustu leiktíð, tveimur stigum á undan Arsenal.

Perisic ræddi við Antonio Conte, stjóra Tottenham, tvisvar á síðasta tímabili og eftir leik við Arsenal var hann handviss um að Meistaradeildsrsætið væri í höfn.

Arsenal tapaði í kjölfarið gegn Newcastle í 36. umferð vetrarins á meðan Tottenham vann báða sína leiki gegn Burnley og Norwich.

Króatinn vildi aðeins ganga í raðir Tottenham ef félagið myndi ná sæti í deild þeirra bestu. Hann kom frá Inter á Ítalíu.

,,Ég held að við höfum fyrst verið í sambandi í mars. Í seinna skiptið var það í apríl þegar þeir unnu Arsenal og það var augljóst að þeir myndu ná Meistaradeildarsæti,“ sagði Perisic.

,,Mig hefur alltaf langað til að spila í Meistaradeildinni og einnig að prófa ensku úrvalsdeildina. Þegar þeir náðu Meistaradeildarsætinu þá ræddum við saman og kláruðum þetta á tveimur dögum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Yfirmaður FBI mætti og svaraði fyrir málefni í þinginu – Bindið sem hann valdi vekur mikla athygli

Yfirmaður FBI mætti og svaraði fyrir málefni í þinginu – Bindið sem hann valdi vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Boðar hallarbyltingu í Smáranum á næsta ári – Segir að framboð í fyrra hafi verið dæmd ógild

Boðar hallarbyltingu í Smáranum á næsta ári – Segir að framboð í fyrra hafi verið dæmd ógild
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vilja kaupa Mainoo frá United í janúar

Vilja kaupa Mainoo frá United í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Félögin græða vel næsta sumar – FIFA stækkar kökuna sem fer til félaga

Félögin græða vel næsta sumar – FIFA stækkar kökuna sem fer til félaga