fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Goðsögnin greinist með heilabilun

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 19. ágúst 2021 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United goðsögnin Dennis Law hefur greinst með heilabilun. Frá þessu var greint í dag en Law er 81 árs gamall.

Law er frá Skotlandi og var á sínum yngri árum einn besti knattspyrnumaður í Evrópu, Sir Bobby Charlton sem myndaði eitrað teymi með Law er einnig með heilabilun.

„Þetta verður ekki auðvelt ferðalag fyrir þá sem elska mig mest,“ sagði Law um stöðu mála hjá sér en hann er með Alzheimer.

„Ég veit að vegferðin verður erfið, ég bið fólk um skilning og næði. Ég veit að heilinn mun gefa eftir og ég mun gleyma hlutum úr fortíðinni. Ég hef enga stjórn á því.“

„Ég veit hvað er að gerast og þess vegna vil ég útskýra mál mitt á meðan ég get það. Ég veit að það koma dagar þar sem ég mun ekki skilja hlutina og ég þoli þá hugsun mjög illa.“

Mikil umræða hefur átt sér stað á meðal knattspyrnufólks í Bretlandi, heilabilun knattspyrnumanna kemur ítrekað upp og hafa margir bent á það að höfuðhögg og að skalla boltann gæti skipað þar stórt hlutverk,.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Jóhann Ingi fær verðugt verkefni Í Evrópu

Jóhann Ingi fær verðugt verkefni Í Evrópu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Græðir þú á leik Íslands?

Græðir þú á leik Íslands?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Formlegt samtal milli Chelsea og Arsenal farið af stað

Formlegt samtal milli Chelsea og Arsenal farið af stað
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara
433Sport
Í gær

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum
433Sport
Í gær

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur