fbpx
Laugardagur 21.september 2019  |
433Sport

Lukaku hjólar í United og vinnubrögð félagsins: „Ég er ekki heimskur“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 09:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Það var mikið af hlutum sagt, mér fannst félagið ekki verja mig,“ sagði Romelu Lukaku framherji Inter um síðustu mánuði sína hjá Manchester United. Hann er ósáttur við það hvernig félagið kom fram við sig.

Í nokkra mánuði voru sögusagnir í enskum blöðum um að United vildi selja Lukaku, hann hefði haft áhuga á að vera áfram ef félagið hefði drepið þessar sögusagnir.

,,Það voru endalaust af sögum, að ég væri að fara og að félagið vildi ekki hafa mig. Það kom ekki neinn út og drap þessar sögur. Þetta voru þrjár eða fjórar vikur, ég beið eftir því að einhver myndi svara. Það gerðist ekki.“

Lukaku fékk nóg af sögum um sjálfan sig og bað um að fara. ,,Ég ræddi við félagið, sagði þeim að það væri betra að ég færi annað. EF félagið vill ekki verja leikmann eftir allar þessar sögusagnir, ég vildi bara heyra að Rom ætti að berjast fyrir sínu sæti.“

,,Ég hugsaði eftir 2-3 vikur, hver er að leka þessu í fjölmiðla? Ekki ég, ekki umboðsmaður minn. Ég sagði þeim að þetta væri ekki góður staður fyrir mig að vera á.“

,,Ég er ekki heimskur, félagið heldur að við séum heimskir. Við erum það ekki, við vitum hverjir leka þessu í fjölmiðla. Ég sagði þeim að þetta væru ekki góð vinnubrögð.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Logi skilinn

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bjarni baunar á Dr. Football: „Það heyr­ist lítið úr þeim gal­tómu tunn­um í dag“

Bjarni baunar á Dr. Football: „Það heyr­ist lítið úr þeim gal­tómu tunn­um í dag“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

De Gea lagði 28 milljónir inn á Rauða krossinn: Sjö hafa látið

De Gea lagði 28 milljónir inn á Rauða krossinn: Sjö hafa látið
433Sport
Í gær

Rúnar upplifði drauminn í kvöld: ,,Sérstakt augnablik fyrir mig og mína fjölskyldu“

Rúnar upplifði drauminn í kvöld: ,,Sérstakt augnablik fyrir mig og mína fjölskyldu“
433Sport
Í gær

Greenwood hetja United – Ótrúleg úrslit í Þýskalandi og Hörður fékk skell

Greenwood hetja United – Ótrúleg úrslit í Þýskalandi og Hörður fékk skell