

Vinstri græn eru stærsti flokkur landsins samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Tæp 35 prósent aðspurðra segjast styðja ríkisstjórnina.
Skoðanakönnunin var gerð dagana 10. til 15. febrúar og var heildarfjöldi svarenda 904. Vinstri græn mælast með 27 prósenta stuðning sem er sama hlutfall og í síðustu könnun fyrirtækisins sem lauk 5. febrúar síðastliðinn. Sjálfstæðisflokkurinn er næststærstur og mælist með um 24,4 prósenta fylgi, litlu meira en í síðustu könnun. Munurinn milli flokkanna tveggja er ekki marktækur.
Fylgi Pírata dregst lítillega saman og mælist nú 11,9 prósent. Framsóknarflokkurinn mælis með 10,7 prósent, Samfylkingin með 10 prósent, Viðreisn með 6,2 prósent og Björt framtíð með 5,4 prósent.