
Gabriel Martinelli, leikmaður Arsenal, vakti mikla reiði með framkomu sinni gagnvart Conor Bradley undir lok leiksins gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.
Leiknum lauk með 0-0 jafntefli en toppliðið var í leit að jöfnunarmarki til að auka forskot sitt í deildinni enn frekar og lá því á. Martinelli stjakaði við Bradley er hann lá á vellinum. Síðar kom í ljós að hann var sárþjáður, sem Brasilíumaðurinn áttaði sig sennilega ekki á.
Arne Slot, stjóri Liverpool, kom Martinelli til varnar eftir leik.
„Ég þekki ekki Gabriel Martinelli en hann lítur út fyrir að vera góður náungi. Ég held að vandamálið sé hvernig fótboltinn er orðinn, það er svo mikið um tafir og að leikmenn þykist vera meiddir. Þá verður þú pirraður ef þú ert að reyna að skora mark.
Þú getur ekki ætlast til þess að Martinelli hugsi skýrt á 94. mínútu. Ef hann hefði vitað hversu alvarlega Conor Bradley væri meiddur hefði hann ekki gert þetta, ég er viss um það,“ sagði Hollendingurinn.