fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
433Sport

Roy Keane fór horðum orðum um Arsenal eftir gærkvöldið – Talar um hræðslu

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 9. janúar 2026 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roy Keane var gagnrýninn á frammistöðu Arsenal eftir markalaust jafntefli gegn Liverpool og sagði liðið hafa virkað hrætt þegar tækifærið gafst til að stíga stórt skref í titilbaráttunni.

Arsenal gat með sigri komist átta stigum á toppi deildarinnar, en þurfti að sætta sig við 0-0 jafntefli á Emirates-vellinum gegn Liverpool-liði sem var án nokkurra lykilmanna. Í viðtali við Sky Sports lét Keane orð falla af hreinskilni.

„Ef þú ert í búningsklefa Arsenal eftir leikinn þá segirðu: þetta var ekki frábært, en þú tekur stigið og heldur áfram,“ sagði Keane.

„Þetta er samt fín forysta, en frammistaðan var dálítið hikandi og það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir stjórann.“

Hann bætti við. „Stærri leikir eru fram undan og þegar líður á tímabilið verður allt meira stressandi. Mér fannst þeir í kvöld vera svolítið hræddir við að grípa tækifærið, þó auðvitað sé jákvætt að halda hreinu.“

Keane sagði einnig að Arsenal hefði misst af mikilvægu tækifæri til að senda skilaboð til keppinauta sinna. „Við höfum lofað Arsenal mikið, taflan lýgur ekki, þeir hafa unnið marga leiki og verið frábærir varnarlega en í kvöld vantaði smá trú,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sviptur ökuleyfi eftir að hafa verið gripinn tvisvar í sömu vikunni

Sviptur ökuleyfi eftir að hafa verið gripinn tvisvar í sömu vikunni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta væri fyrsta val Roy Keane í framtíðarstjóra United

Þetta væri fyrsta val Roy Keane í framtíðarstjóra United
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tekur stjórnarmann KSÍ á teppið vegna ummæla á Facebook – „Þá er ekki alltaf gott að vera með svona orð á skrá“

Tekur stjórnarmann KSÍ á teppið vegna ummæla á Facebook – „Þá er ekki alltaf gott að vera með svona orð á skrá“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arteta fær á baukinn fyrir framkomu sína í gærkvöldi – „Hvernig kemst hann alltaf upp með þetta“

Arteta fær á baukinn fyrir framkomu sína í gærkvöldi – „Hvernig kemst hann alltaf upp með þetta“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool að kaupa Mor Ndiaye

Liverpool að kaupa Mor Ndiaye
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Balotelli að semja við fjórtánda félagið á ferlinum

Balotelli að semja við fjórtánda félagið á ferlinum
433Sport
Í gær

Logar allt stafnanna á milli hjá Tottenham – Sjáðu færsluna sem lykilmaður eyddi af Instagram

Logar allt stafnanna á milli hjá Tottenham – Sjáðu færsluna sem lykilmaður eyddi af Instagram
433Sport
Í gær

Stjörnuprýdd útför hjá Hareide í dag – Áhrifamenn úr íslenskum fótbolta á svæðinu ásamt stjörnum frá Noregi og Danmörku

Stjörnuprýdd útför hjá Hareide í dag – Áhrifamenn úr íslenskum fótbolta á svæðinu ásamt stjörnum frá Noregi og Danmörku