

Markvörðurinn Kristján Hjörvar Sigurkarlsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Aftureldingu eða út tímabilið 2027.
Kristján Hjörvar er tvítugur og kemur til Aftureldingar eftir að hafa verið aðalmarkvörður hjá Kára í 2. deildinni á síðasta tímabili.
Kristján Hjörvar er uppalinn hjá Val en hann lék sinn fyrsta leik í Bestu deildinni með liðinu árið 2022. Undanfarin tvö ár hefur Kristján verið á mála hjá Kára þar sem hann hefur spilað 47 leiki í deild og bikar.
,,Ég er ekkert eðlilega ánægður að hafa samið við toppklúbb eins og Aftureldingu. Þetta er alvöru stemnings klúbbur! Það eru bara spennandi tímar framundan og fólk í Mosó má vera spennt fyrir tímabilinu í ár því við ætlum beint upp í Bestu deildina,” sagði Kristján eftir undirskrift.