

Klámstjörnur eru í auknum mæli að nýta áhuga á knattspyrnu til að auka tekjur sínar með því að birta myndir og myndbönd í treyjum félaga. Þessi þróun hefur reynst afar arðbær fyrir suma. Daily Star fjallar um málið.
Ein fyrirsæta bætti við sig um 30 þúsund fylgjendum á X á aðeins þremur mánuðum eftir að hún hóf að birta myndir af sér í treyju Leicester City. Þá hefur Alex Le Tissier, sem er tengdadóttir Southampton-goðsagnarinnar Matt Le Tissier, viðurkennt að fjölskyldunafnið skipti sköpum fyrir tekjur hennar.
„Ég veit að ástæðan fyrir því að ég græði svona mikið er sú að margir Southampton-aðdáendur vilja sjá tengdadóttur Matt Le Tissier nakta,“ sagði hún í viðtali.
Leicester-aðdáandinn Bonnie Brown segir fótboltatreyjur vera fullkomna peningavél. „Karlar elska konur í fótboltatreyjum,“ sagði hún.
Þó hefur þróunin einnig vakið reiði. Nokkrir áhrifavaldar í þessum bransa, til að mynda hin geysivinsæla Bonnie Blue, hafa verið bannaðir af leikvöngum fyrir ögrandi hegðun, og sumir stuðningsmenn telja að slík framkoma skaði ímynd félaganna.