
Manchester City ætlar að reyna að freista Crystal Palace með 20 milljóna punda tilboði í Marc Guehi, samkvæmt Football Insider.
Miðvörðurinn, sem er fyrirliði Palace, er sterklega orðaður við City þessa dagana. Liðið er í miklum meiðslavandræðum í öftustu línu.
Guehi verður samningslaus í sumar og er talið að Palace vilji fá pening fyrir hann í þessum mánuði frekar en að missa hann frítt eftir tímabil.
Enski landsliðsmaðurinn var næstum farinn til Liverpool á lokadegi félagaskiptagluggans síðasta sumar á 35 milljónir punda, áður en Palace tók í handbremsuna.
Nú virðast mun meiri líkur á því að Guehi endi hjá City, sem er í brekku í titilbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar gegn Arsenal eftir að hafa misstigið sig í undanförnum leikjum.