fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
433Sport

Rauk út úr beinni útsendingu í gær vegna neyðarástands í fjölskyldunni – Andlát pabba hennar nú staðfest

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 8. janúar 2026 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnugoðsögnin Terry Yorath er látinn, 75 ára að aldri, eftir skammvinn veikindi. Andlátið hefur vakið mikla sorg í knattspyrnuheiminum og víðar.

Fréttirnar bárust aðeins nokkrum klukkustundum eftir að dóttir hans, íþróttafréttakonan Gabby Logan, þurfti að yfirgefa sjónvarpsþáttinn Match of the Day skyndilega vegna neyðarástands í fjölskyldu hennar.

Fjölskylda Yorath staðfestisvo andlátið í yfirlýsingu fyrr í dag.

„Fyrir flesta var hann virt knattspyrnuhetja, en fyrir okkur var hann pabbi, rólegur, góður og hlýr maður,“ sögðu börn hans í yfirlýsingu.

„Hjörtun okkar eru brotin, en við finnum huggun í því að hann sameinast aftur bróður okkar, Daniel.“

Daniel sonur hans lést aðeins 15 ára gamall vegna hjartagalla en hann lést þegar hann var að leika sér í fótbolta með pabba sínum.

Yorath fæddist í Cardiff árið 1950 og átti glæsilegan feril bæði sem leikmaður og síðar sem þjálfari. Hann lék alls 59 landsleiki fyrir velska landsliðið og var oft fyrirliði liðsins.

Síðar tók hann við starfi landsliðsþjálfara Wales snemma á tíunda áratugnum og var nálægt því að koma liðinu á HM 1994, en Wales tapaði úrslitaleik sínum í undankeppninni 2-1 gegn Rúmeníu.

Terry Yorath lætur eftir sig börnin Gabby, Louise og Jordan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Urðar yfir Martinelli eftir að hann hjólaði í alvarlega meiddan Bradley

Urðar yfir Martinelli eftir að hann hjólaði í alvarlega meiddan Bradley
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kaflaskipt í baráttu risanna á Emirates – Arsenal mistókst að taka afgerandi forystu á toppnum

Kaflaskipt í baráttu risanna á Emirates – Arsenal mistókst að taka afgerandi forystu á toppnum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skítleg framkoma hjá leikmanni Chelsea náðist á myndband í gær

Skítleg framkoma hjá leikmanni Chelsea náðist á myndband í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kallað eftir brottreksti úr sjónvarpi eftir að hafa látið þessi orð falla í gær

Kallað eftir brottreksti úr sjónvarpi eftir að hafa látið þessi orð falla í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Misheppnuð dvöl á Old Trafford senn á enda?

Misheppnuð dvöl á Old Trafford senn á enda?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu ótrúlega uppákomu á Englandi í gær – Virtist klár í slagsmál við stuðningsmenn

Sjáðu ótrúlega uppákomu á Englandi í gær – Virtist klár í slagsmál við stuðningsmenn
433Sport
Í gær

Reyna að freista Palace með rúmum þremur milljörðum

Reyna að freista Palace með rúmum þremur milljörðum
433Sport
Í gær

Coote fékk skilorðsbundin dóm – Fundu ósæmilegt myndband af 15 ára dreng

Coote fékk skilorðsbundin dóm – Fundu ósæmilegt myndband af 15 ára dreng