

Knattspyrnudeild Breiðabliks og Genoa CFC hafa komist að samkomulagi um félagaskipti Birtu Georgsdóttur.
Birta, sem er 24 ára gömul, hefur leikið með Breiðabliki undanfarin 5 tímabil. Hún lék alls 161 leik með liðinu og gerði 65 mörk. Hún varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari á þessum tíma, auk þess sem hún hampaði bikarmeistaratitlinum í tvígang.
Kærasti Birtu, landsliðsmaðurinn, Mikael Egill Ellertsson er á mála hjá Genoa. Sameina þau nú krafta sína á Ítalíu.
Að loknu síðast liðnu Íslandsmóti var Birta kjörin besti leikmaður Íslandsmótsins. Þá var Birta kjörin Íþróttakona Breiðabliks árið 2025, við hátíðlega athöfn í Smáranum, í gærkvöldi.