

Nokkrum leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni en Manchester City er að gefa hressilega eftir í titilbarátunni en liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Brighton á heimavelli.
Erling Haaland skoraði af vítapunktinum en Kaoru Mitoma jafnaði fyrir gestina. Arsenal getur náð átta stiga forskoti á toppnum
Antoine Semenyo var hetja Bournemouth þegar liðið vann 3-2 sigur á Tottenham. Ljóst að Thomas Frank stjóri Tottenham er í vanda staddur og gæti misst starfið sitt.
Chelsea tapaði 2-1 á útivelli gegn Fulham, Marc Cucurella var rekinn af velli snemma leiks. Liam Delap jafnaði fyrir Chelsea í síðari hálfleik en Harry Wilson var hetja Fulham með sigurmark.
Igor Thiago heldur áfram að vera magnaður og skoraði tvö í 3-0 sigri Brentford á Sunderland.
Everton og Wolves skildu jöfn þar sem Michael Keane og fékk rautt spjald fyrir hártog og Jack Grealish rautt fyrir að klappa fyrir dómaranum. Loks gerðu Crystal Palace og Aston Villa markalaust jafntefli.