fbpx
Þriðjudagur 20.janúar 2026
433Sport

Skotar stressaðir eftir helgina

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 19. janúar 2026 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsþjálfari Skotlands, Steve Clarke, mun vafalaust vona að meiðsli John McGinn séu ekki alvarleg eftir að miðjumaðurinn þurfti að haltra af velli í óvæntu 1-0 tapi Aston Villa gegn Everton.

Fyrirliði Villa var tekinn af velli á 18. mínútu á sunnudag og brottför hans reyndist vondur fyrirboði fyrir lið Unai Emery, þar sem Thierno Barry skoraði eina mark leiksins um miðjan síðari hálfleik.

McGinn, sem er 31 árs lykilmaður hjá Skotum, virtist meiðast þegar hann teygði sig í sendingu. Hann reyndi að halda leik áfram eftir aðhlynningu, en var greinilega kvalinn, hélt um hægra hnéð og Emery neyddist til að skipta honum út.

Emery sagði eftir leik. „Ég veit ekki nákvæmlega stöðuna, þetta er hnéið. Þegar leikmenn meiðast er það aldrei gott, en svona er fótboltinn.“

Fyrsti leikur Skotlands á heimsmeistaramótinu gegn Haítí í Bandaríkjunum er þann 14. júní, og því eru um fimm mánuðir til mótsins. Clarke mun þó eðlilega hafa áhyggjur af því að lykilmenn á borð við McGinn komist heilir í gegnum seinni hluta tímabilsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Telja enga afslætti í boði í Vesturbænum á þessu ári – „Þeir nenna þessu bulli ekki þriðja árið í röð“

Telja enga afslætti í boði í Vesturbænum á þessu ári – „Þeir nenna þessu bulli ekki þriðja árið í röð“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tottenham og United horfa bæði í sama stjórann og hafa tekið spjallið

Tottenham og United horfa bæði í sama stjórann og hafa tekið spjallið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Reyna að senda leikmenn á móti til að vinna slaginn um Abraham

Reyna að senda leikmenn á móti til að vinna slaginn um Abraham
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

City staðfestir kaupin á Marc Guehi

City staðfestir kaupin á Marc Guehi
433Sport
Í gær

Harmsaga í hjónabandi: Sængaði hjá bestu vinkonu eiginkonunnar – Hún er sökuð um að hafa síðar reynt að drepa hann

Harmsaga í hjónabandi: Sængaði hjá bestu vinkonu eiginkonunnar – Hún er sökuð um að hafa síðar reynt að drepa hann
433Sport
Í gær

Sjáðu hvað brjálaður Declan Rice sagði eftir vonbrigðin um helgina

Sjáðu hvað brjálaður Declan Rice sagði eftir vonbrigðin um helgina