
Kylian Mbappe hefur stigið fram til varnar liðsfélögum sínum hjá Real Madrid, Vinicius Junior og Jude Bellingham, eftir að þeir fengu harkalegar móttökur frá eigin stuðningsmönnum á Santiago Bernabeu.
Óánægja hefur kraumað meðal stuðningsmanna Real undanfarið og hefur hún haldið áfram eftir að Xabi Alonso var rekinn úr starfi eftir aðeins sjö mánuði við stjórnvölinn.
Í 2-0 sigri gegn Levante beindist reiðin einkum að ákveðnum stjörnum liðsins, þar á meðal Vinicius og Bellingham, sem hafa verið sakaðir um að hafa átt þátt í að bola Alonso burt.
„Ef þið ætlið að baula, þá á að baula á alla. Við erum að spila illa sem lið. Þetta er ekki Vini eða Jude að kenna, þetta er á ábyrgð okkar allra,“ segur Mbappe.