
Darren Fletcher verður áfram við stjórnvölinn hjá Manchester United þegar liðið mætir Brighton á Old Trafford í 3. umferð FA-bikarsins á sunnudag.
Fletcher staðfesti þetta eftir 2-2 jafntefli United gegn Burnley í gærkvöldi, þar sem liðið hélt áfram að valda vonbrigðum.
„Forráðamenn félagsins hafa beðið mig um að stýra liðinu á sunnudag og allur hugur minn fer í það verkefni,“ sagði Fletcher.
Hann sagði einnig leikinn í gær hafa verið vonbrigði. „Við gefum mörk of auðveldlega. Það er einfaldlega ekki nógu gott.“
Á meðan halda stjórnendur félagsins áfram leit að bráðabirgðastjóra út tímabilið, en Ole Gunnar Solskjær og Michael Carrick eru taldir líklegastir í því samhengi.