fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
433Sport

Rauk út úr beinni útsendingu í gær vegna neyðarástands í fjölskyldunni – Andlát pabba hennar nú staðfest

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 8. janúar 2026 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnugoðsögnin Terry Yorath er látinn, 75 ára að aldri, eftir skammvinn veikindi. Andlátið hefur vakið mikla sorg í knattspyrnuheiminum og víðar.

Fréttirnar bárust aðeins nokkrum klukkustundum eftir að dóttir hans, íþróttafréttakonan Gabby Logan, þurfti að yfirgefa sjónvarpsþáttinn Match of the Day skyndilega vegna neyðarástands í fjölskyldu hennar.

Fjölskylda Yorath staðfestisvo andlátið í yfirlýsingu fyrr í dag.

„Fyrir flesta var hann virt knattspyrnuhetja, en fyrir okkur var hann pabbi, rólegur, góður og hlýr maður,“ sögðu börn hans í yfirlýsingu.

„Hjörtun okkar eru brotin, en við finnum huggun í því að hann sameinast aftur bróður okkar, Daniel.“

Daniel sonur hans lést aðeins 15 ára gamall vegna hjartagalla en hann lést þegar hann var að leika sér í fótbolta með pabba sínum.

Yorath fæddist í Cardiff árið 1950 og átti glæsilegan feril bæði sem leikmaður og síðar sem þjálfari. Hann lék alls 59 landsleiki fyrir velska landsliðið og var oft fyrirliði liðsins.

Síðar tók hann við starfi landsliðsþjálfara Wales snemma á tíunda áratugnum og var nálægt því að koma liðinu á HM 1994, en Wales tapaði úrslitaleik sínum í undankeppninni 2-1 gegn Rúmeníu.

Terry Yorath lætur eftir sig börnin Gabby, Louise og Jordan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sviptur ökuleyfi eftir að hafa verið gripinn tvisvar í sömu vikunni

Sviptur ökuleyfi eftir að hafa verið gripinn tvisvar í sömu vikunni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta væri fyrsta val Roy Keane í framtíðarstjóra United

Þetta væri fyrsta val Roy Keane í framtíðarstjóra United
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tekur stjórnarmann KSÍ á teppið vegna ummæla á Facebook – „Þá er ekki alltaf gott að vera með svona orð á skrá“

Tekur stjórnarmann KSÍ á teppið vegna ummæla á Facebook – „Þá er ekki alltaf gott að vera með svona orð á skrá“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arteta fær á baukinn fyrir framkomu sína í gærkvöldi – „Hvernig kemst hann alltaf upp með þetta“

Arteta fær á baukinn fyrir framkomu sína í gærkvöldi – „Hvernig kemst hann alltaf upp með þetta“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fær á baukinn eftir að hafa ákveðið að upphefja sjálfan sig eftir andlátið – „Algjör fáviti“

Fær á baukinn eftir að hafa ákveðið að upphefja sjálfan sig eftir andlátið – „Algjör fáviti“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Liverpool að kaupa Mor Ndiaye

Liverpool að kaupa Mor Ndiaye