

Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfair Íslands, hótaði því hreinlega að labba út úr útsendingu á Sýn um helgina þegar var farið yfir leiki í enska boltanum.
Arnar er harður stuðningsmaður Manchester United og var verið að ræða 1-1 jafntefli liðsins gegn Leeds á sunnudag.
Albert Brynjar Ingason taldi úrslitin ekki svo slæm fyrir United en Ruben Amorim var rekinn úr starfi degi eftir leikinn.
„Verð ég fyrsti maðurinns sem labba út hérna,“ sagði Arnar eftir að hafa hlustað á Albert tala um ágætis úrslit hjá United. Arnar brosti svo sínu breiðasta og um augljóst grín að ræða.
Albert Brynjar hélt áfram að reyna að tala sama máli en Arnar hlustaði ekki á það. „Þetta er samt alltaf Manchester United,“ sagði Arnar einnig.