
Ruben Amorim gæti snúið aftur í starf á næstunni þó hann það sé nýbúið að reka hann frá Manchester United.
Amorim hafði stýrt United í 14 mánuði og uppskeran var dræm. Þá var samband hans við yfirmenn farið að stirðna verulega.
Talksport segir að hann verði hugsanlega ekki lengi án starfs en hann þykir með líklegustu mönnum til að taka við Benfica, hverfi Jose Mourinho á braut.
Framtíð Mourinho er sögð í óvissu þrátt fyrir fínan árangur á leiktíðinni. Liðið er þó tíu stigum á eftir toppliði Porto.
Amorim lék með Benfica í níu ár. Hann stýrði reyndar erkifjendum þeirra í Sporting við góðan orðstýr, áður en hann tók við United, en hefur þó sagt að Benfica sé hans félag.