
Fyrirliði Tottenham, Cristian Romero, virtist beina skýrum skilaboðum að stjórn félagsins eftir dramatískt 3-2 tap gegn Bournemouth í gær.
Tapið var það áttunda hjá Spurs í deildinni á tímabilinu og jók pressuna á Thomas Frank, en liðið situr í 14. sæti eftir 21 umferð. Eftir leikinn steig Romero fram á Instagram, bað stuðningsmenn afsökunar en skaut jafnframt á stjórnendur félagsins.
„Á stundum eins og þessum ættu aðrir að stíga fram og tala, en þeir gera það ekki, eins og hefur verið í mörg ár. Þeir mæta bara þegar allt gengur vel,“ sagði Romero á Instagram.
Romero bætti við að leikmenn bæru ábyrgðina, en hvatti jafnframt til samstöðu og vinnusemi til að snúa gengi liðsins við. Færslan vakti mikla athygli, þar sem bæði Richarlison og Pedro Porro lýstu stuðningi sínum opinberlega.
Spennan var einnig í hámarki eftir leik, þar sem bæði Romero og Micky van de Ven lentu í orðaskiptum við stuðningsmenn.