
Liam Rosenior neitaði ekki að möguleiki væri á að hann sé að taka við sem stjóri Chelsea.
Enzo Maresca samdi um starfslok við Chelsea í gær eftir fjaðrafok á bak við tjöldin og vont gengi undanfarin mánuð.
Rosenior þykir líklegastur til að taka við, en hann stýrir sem stendur systurfélagi Chelsea, Strasbourg, og hefur vakið lukku þar.
„Þú veist aldrei hvað gerist í lífinu. Við vitum ekki hvað gerist á morgun,“ sagði Rosenior um orðrómana í dag.
„Ég sinni mínu starfi. Ég veit ekki hversu lengi ég verð hér en ég nýt hvers dags,“ sagði hann enn fremur.