
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, lofsyngur Enzo Maresca, sem yfirgaf Chelsea í gær.
Enzo Maresca samdi um starfslok við Chelsea í gær eftir fjaðrafok á bak við tjöldin og vont gengi undanfarin mánuð.
Maresca starfaði í akdemíu City áður en hann varð aðalþjálfari og hefur hann verið orðaður við starf Guardiola þegar hann fer.
„Frá mínum bæjardyrum séð hefur Chelsea misst ótrúlegan stjóra og ótrúlega manneskju,“ sagði Guardiola um brotthvarf félaga síns í dag.
„Þetta er þó auðvitað ákvörðun stjórnar Chelsea svo það er ekki mikið meira um það að segja.“