
Enzo Maresca steig sjálfur til hliðar sem stjóri Chelsea á nýársdag þar sem að hann taldi stöðu sína orðna óásættanlega. Sky Sports fjallar um málið.
Maresca yfirgaf Stamford Bridge eftir dapurt gengi undanfarin mánuð eða svo, en aðeins vannst einn sigur í síðustu sjö leikjum í ensku úrvalsdeildinni og er Chelsea er nú 15 stigum á eftir toppliði Arsenal.
Samskipti Maresca við við stjórn félagsins höfðu versnað mikið, meðal annars vegna ágreinings við lækna og annað starfsfólk um álag á leikmönnum og getur þeirra til að takast á við það.
Eftir 2-0 sigur á Everton í desember vakti Maresca mikla athygli þegar hann sagðist hafa upplifað verstu 48 klukkustundirnar hjá félaginu og gaf í skyn að fólkið bak við tjöldin hafi brugðist honum.
Þó Maresca hafi að lokum stigið til hliðar sjálfur hafði Chelsea þegar verið að íhuga að gera breytingu í brúnni, meðal annars vegna úrslita, fjölmiðlaumræðu og tengsla Maresca við önnur félög. Hefur hann vakið áhuga tveggja stórliða sem leika í Meistaradeildinni að sögn Sky Sports, en hann hefur til að mynda verið orðaður við Manchester City, hvar hann starfaði í akademíunni fyrr á ferlinum.
Liam Rosenior, stjóri Strasbourg, er nú talinn líklegasti arftakinn. Hann hefur vakið mikla lukku hjá eigendum Chelsea, BlueCo, sem einnig eiga Strasbourg.