29,7 milljóna punda klásúla er í samningi Jeremie Frimpong og getur hann farið frá Leverkusen í sumar ef slíkt tilboð kemur.
Talksport segir að Liverpool vilji hollenska landsliðsmanninn til að fylla skarð Trent Alexander-Arnold.
Frimpong er 24 ára gamall og hefur verið orðaður við nokkur stórlið síðustu ár.
Hann er líklegur til þess að fara í sumar og kaupverðið er ekki hátt miðað við það sem gengur og gerist í boltanum í sumar.
Trent er að fara frítt til Real Madrid og því þarf Liverpool að fylla skarð hans þar sem Frimpong gæti verið góður kostur.