Xabi Alonso er orðinn stjóri Real Madrid á Spáni en þetta hefur spænska félagið staðfest.
Þessi skipti hafa legið í loftinu undanfarnar vikur en Alonso yfirgefur Bayer Leverkusen í Þýskalandi fyrir sitt fyrrum félag á Spáni.
Alonso gerði magnaða hluti með Leverkusen í þrjú ár og vann deildina taplaust í fyrra – liðið hafnaði í öðru sæti á þessu tímabili.
Carlo Ancelotti var stjóri Real en hann skilur við liðið til að taka við brasilíska landsliðinu fyrir HM 2026.
Alonso þekkir Real vel en hann lék með liðinu í fimm ár og þjálfaði einnig yngri flokka félagsins.