fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
433Sport

Hélt hann væri ósnertanlegur og var svo dæmdur í 15 mánaða fangelsi: Réðst á eldri konu – ,,Passaðu hvar þú labbar feita belja“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 25. maí 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Welsh, fyrrum leikmaður Liverpool á Englandi, er nafn sem einhverjir kannast við en hann lagði skóna á hilluna fyrir þremur árum.

Welsh er 41 árs gamall í dag en hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Preston frá 2012 til 2018 og var á meðal fyrirliði liðsins.

Hann er uppalinn hjá Liverpool og lék fjóra deildarleiki fyrir félagið frá 2001 til 2006 áður en hann samdi við Hull.

Welsh fór út á lífið í Liverpool með bræðrum sínum í mars árið 2018 og réðst þar á eldri konu sem beið eftir leigubíl ásamt eiginmanni sínum.

Welsh er þriggja barna faðir en atvikið átti sér stað klukkan fjögur um nótt er hann var undir áhrifum áfengis.

Enskir miðlar eru duglegir að rifja upp slík atvik og sjá svo sannarlega til þess að þessir menn fái aldrei að gleyma eigin hegðun á yngri árum.

,,Passaðu hvar þú labbar feita belja,” sagði Welsh við konuna sem starfar sem ökukennari. Hún ku ekki hafa ögrað Welsh á neinn hátt.

,,Ég má gera það sem ég vil andskotinn hafi það. Veistu ekki hver ég er?” bætti Welsh við áður en hann hótaði að finna út hvar hjónin ættu heima.

Eiginmaður konunnar blandaði sér svo í málið og brutust út slagsmál sem endaði með því að Welsh sparkaði í konuna sem féll til jarðar.

Hún hringdi í lögregluna um leið og var Welsh handtekinn á staðnum. Hann var dæmdur í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi í kjölfarið en er í dag frjáls ferða sinna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Var öllum lokið eftir færslu í vikunni – Segir íslenska netverja fá allt of mikla og óverðskuldaða athygli

Var öllum lokið eftir færslu í vikunni – Segir íslenska netverja fá allt of mikla og óverðskuldaða athygli
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Manchester United búið að taka ákvörðun – Kveður eftir átta ár hjá félaginu

Manchester United búið að taka ákvörðun – Kveður eftir átta ár hjá félaginu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deildin: Vængbrotnir Eyjamenn fengu skell – KA með sigur

Besta deildin: Vængbrotnir Eyjamenn fengu skell – KA með sigur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hefur bætt á sig yfir 20 kílóum eftir að hafa hætt í vinnunni – Sjáðu ótrúlegan mun

Hefur bætt á sig yfir 20 kílóum eftir að hafa hætt í vinnunni – Sjáðu ótrúlegan mun