Það er útlit fyrir það að Jack Grealish sé að kveðja Manchester City eftir erfiða tíma undanfarna mánuði.
Grealish var ónotaður varamaður í úrslitaleik FA bikarsins gegn Crystal Palace sem tapaðist, 1-0 á Wembley.
Pep Guardiola, stjóri City, hefur tekið ákvörðun um það að Grealish verði ekki í hóp í lokaumferðinni í dag.
Grealish byrjaði aðeins einn úrvalsdeildarleik á tímabilinu en hann kostaði 100 milljónir á sínum tíma.
Grealish gæti þurft að finna sér nýtt félag í sumar og sérstaklega í ljósi þess að hann er keki lengur valinn í enska landsliðið.