Lamine Yamal er við það að verða launahæsti leikmaður Barcelona sem er galin staðreynd þar sem leikmaðurinn er aðeins 17 ára gamall.
Yamal verður 18 ára gamall í sumar en hann er þrátt fyrir ungan aldur einn allra mikilvægasti leikmaður Börsunga.
Barcelona vill framlengja samning Yamal til 2030 sem hann er opinn fyrir og eru launin hærri en laun Robert Lewandowski sem er sá launahæsti.
Lewandowski er taliunn þéna 33 milljónir evra á ári hjá Barcelona en Yamal mun fá allt að 36 milljónir evra á ári að sögn FCBN.
Jorge Mendes, umboðsmaður Yamal, sást funda með félaginu í vikunni og eru allar líkur á að undrabarnið kroti undir samninginn á næstu dögum.