Jeremie Frimpong leikmaður Bayer Leverkusen verður staðfestur sem leikmaður Liverpool á allra næstu klukkustundum.
Búist er við að Frimpong verði formlega orðinn leikmaður Liverpool á næstu 24 klukkustundum.
Frimpong hefur staðist læknisskoðun á Anfield en hann kom til Englands á sunnudag.
Frimpong er hollenskur landsliðsmaður en honum er ætlað að fylla skarð Trent Alexander-Arnold
Liverpool borgar klásúluna hans sem er 35 milljónir evra.