Það eru töluverðar líkur á því að það verði skipt um sóknarlínu á Old Trafford í sumar. Independent segir Ruben Amorim vilja fara í þær breytingar.
Þannig eru Joshua Zirkzee og Rasmus Hojlund báðir til sölu og lið á Ítalíu hafa áhuga á þeim.
Báðir gerðu vel á Ítalíu áður en þeir komu til United en Zirkzee er á fyrsta ári sínu á Old Trafford og Hojlund á öðru tímabili sínu.
Báðir hafa átt í vandræðum og segir Independent að United skoði að selja báða.
Independent segir að með því vilji félagið reyna að fjármagna kaup á Liam Delap frá Ipswich og Antoine Semenyo frá Bournemouth.
Matheus Cunha er á leið til United frá Wolves og búist er við að sóknarleikurinn verði í forgangi á markaðnum.