Cristiano Ronaldo var launahæsti íþróttamaður í heimi á síðasta ári en það kemur fram á lista Forbes sem nú er opinberaður.
Ronaldo hækkar um 11 milljónir punda í launum á milli ári og tók heim 206 milljónir punda á síðasta ári í laun og í gegnum auglýsingar.
Stephen Curry körfuboltamaður er í öðru sæti en hann er um 90 milljónum punda á eftir Ronaldo.
Lionel Messi var með 101 milljón punda í laun á síðasta ári en oft á tíðum voru hann og Ronaldo á svipuðu reiki.
Ronaldo er hins vegar að hala inn í Sádí Arabíu en Messi er í Bandaríkjunum. Ronaldo þénaði 35 milljarða íslenskra króna sem verður að teljast ansi gott.
Tíu launahæstu:
1. Cristiano Ronaldo – £206.6m ($275m)
2. Stephen Curry – £117.1m ($156m)
3. Tyson Fury – £109.5m ($146m)
4. Dak Prescott £102.8m ($137m)
5. Lionel Messi £101.3m ($135m)
6. LeBron James £100.4m ($133.8m)
7. Juan Soto £85.5m ($114m)
8. Karim Benzema £78m ($104m)
9. Shohei Ohtani £76.9m ($102.5m)
10. Kevin Durant £76.1m ($101.4m)