Fulham opnaði um daginn dýrustu stúkuna í enska boltanum en hún hefur verið í byggingu í sex ár og snýr út að ánni Thames.
Félagið notaði 100 milljónir punda í að byggja upp glæsilega VIP aðstöðu.
Þar er að finna sundlaug og fleira gott en miðinn þar mun kosta 15 þúsund pund á tímabili eða 2,5 milljón króna.
Almennir miðar í stúkuna munu kosta um 500 þúsund krónur á tímabili.
Úr stúkunni er hægt að horfa yfir flest kennileiti Lundúnar en Fulham er staðsett við hina frægu á þar sem hægt er að horfa út á frá stúkunni.