Nike hefur eytt út auglýsingu sinni þar sem þeir óvart birtu myndir af nýrri treyju Chelsea sem á ekki að frumsýna strax.
Nike birti myndskeið með þessu en var fljótt að eyða því út.
Glöggir netverjar áttuðu sig á þessu og voru fljótir að taka myndir af þessari skissu hjá Nike.
Nike hefur framleitt treyjur Chelsea síðustu ár og nýjasti búningurinn vekur athygli.
Óvíst er hvort Chelsea verði með auglýsingu framan á treyju sinni en það hefur ekki verið í ár.