Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, þar sem 37. umferðin hófst.
Chelsea tók á móti Manchester United í stórleik og vann afar mikilvægan 1-0 sigur með marki Marc Cucurella á 71. mínútu.
Chelsea er þar með komið upp í fjórða sæti á ný með 66 stig, rétt eins og Newcastle og Aston Villa, en stigi meira en Manchester City.
Villa vann einmitt 2-0 sigur á Tottenham fyrr í kvöld. Ezri Konsa og Boubacar Kamara skoruðu mörkin.
Tottenham og United eru í 16. og 17. sæti deildarinnar.