Breiðablik valtaði yfir Val í stórleik í Bestu deild kvenna í kvöld.
Um er að ræða bestu lið undanfarinna ára, en Valskonur hafa þó lítið sýnt í sumar.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvö marka Blika í kvöld, en hún var á mála hjá Val í fyrra.
Agla María Albertsdóttir og Karítas Tómasdóttir skoruðu einnig fyrir Íslandsmeistaranna.
Breiðablik er á toppi deildarinnar með 16 stig en Valur er með aðeins 7 stig í fimmta sæti.