Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari Íslands segist ekki hafa átt neitt samtal við Gylfa Þór Sigurðsson fyrir leiki gegn Skotlandi og Norður-Írlandi.
Arnar valdi í annað sinn landsliðshóp sinn í dag en í bæði skiptin hefur Gylfi Þór Sigurðsson ekki komist í hóp.
Landsliðsþjálfarinn segist fylgjast með frammistöðu Gylfa og setur pressu á hann að standa sig í júlí þegar Víkingur fer í Evrópuleiki.
„Ég hef ekkert rætt við hann, hann er í hópnum sem ég nefndi áðan um leikmenn sem við fylgjumst með,“ sagði Arnar á fundi í dag.
„Hann er að sýna sitt rétta andlit í síðustu leikjum, það eru sterkir leikir fram undan. Hann þarf að nýta þá í júlí þar sem eru Evrópuleikir.“