Það fóru fram tveir fjörugir leikir í Lengjudeild karla í dag en flautað var til leiks klukkan 16:00.
Grindavík og Fjölnir áttust við í miklum markaleik en þar voru sex mörk skoruð í Grindavík.
Adam Árni Róbertsson og Rafael Máni Þrastarson gerðu báðir tvennu í leik sem lauk með 3-3 jafntefli.
Kristófer Dagur Arnarsson tryggði Fjölni stig í blálokin en hann skoraði jöfnunarmark á 95. mínútu.
Í hinum leiknum vann Njarðvík lið Völsungs örugglega 5-1 þar sem Oumar Diouck gerði tvennu og klikkaði einnig á vítaspyrnu.