Það fóru fram fimm leikir í 2. deild karla í dag og eru tvö lið á toppnum með fullt hús eftir tvær umferðir.
KFA og Þróttur Vogum eru þau lið en það fyrrnefnda vann Ægi 2-1 úti og Þróttur vann þá Dalvík/Reyni 1-0 heima fyrir.
Grótta sem var í efstu deild fyrir ekki svo löngu er í basli en liðið er með eitt stig í fallsæti eftir 2-0 tap gegn Kormáki/Hvöt.
Víkingur Ólafsvík valtaði yfir lið KFG og vann 4-1 sigur og Kári gerði góða ferð austur og vann Hött/Huginn 2-1.